Stök frétt

Mynd: Jónas Erlendsson

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um varnir gegn sorpmengun frá skipum, nr. 801/2004, sem leysir af hólmi eldri reglugerð um sama efni frá 1998.

Með hinni nýju reglugerð er brugðist við margvíslegum breytingum á stjórnskipulagi umhverfismála hér á landi á undanförnum árum, þ.m.t. stofnun Umhverfisstofnunar árið 2002 og gildistöku nýrra laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda nú 1. október sl.

Hin nýja reglugerð er að mestu samhljóða fyrri reglugerð, helstu breytingar lúta að samræmingu við nýja reglugerð um móttöku á úrgangi frá skipum.