Stök frétt

Öryggisvísir leiksvæða er leiðarvísir um öryggismál leiksvæða og leikvallatækja ásamt undirlagi þeirra. Leiksvæði á við svæði hvort sem er innan dyra eða utan.

Öryggisvísirinn er ætlaður til leiðbeiningar fyrir alla þá aðila sem með einum eða öðrum hætti koma að gerð eða rekstri leiksvæða.

Í inngangi og útskýringum er lýst uppbyggingu og bakgrunni öryggisvísisins, en honum er skipt í tvo megin hluta HÖNNUN LEIKSVÆÐA og REKSTUR LEIKSVÆÐA, sem eru settir upp sem flæðirit.

Þeim er ætlað að gefa lesanda gott yfirlit yfir feril öryggismála við hönnun og gerð annars vegar og rekstur og eftirlit leiksvæðis hins vegar.

Í flæðiritunum á hver þátttakandi í ferlinu sitt þrep og með því að smella á rammann opnast önnur undirsíða sem fjallað er um öryggismál leiksvæða.

Á undirsíðum inni í skjölunum eru einnig krækjur í utanaðkomandi heimasíður með frekari upplýsingum.

Bæklingurinn í heild (PDF skjal)