Stök frétt

Námskeiðið sem er samstarf Umhverfisstofnunar og Endurmenntuarstofnunar H.Í. verður mánudaginn 31. jan. kl. 8:30-12:30. Það er ætlað þeim sem vilja endurskoða grænt bókhald fyrirtækja og öðrum sem vilja kynnast grænu bókhaldi nánar.

Samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 áttu tiltekin fyrirtæki halda grænt bókhald og er fyrsta bókhaldsárið árið 2003. Skila átti skýrslum um grænt bókhald til Umhverfisstofnunar fyrir 1. júní 2004. Skv. lögunum er grænt bókhald efnisbókhald þar sem fram koma upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í viðkomandi starfsemi, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Endurskoðun græns bókhalds skal framkvæmd af aðila sem hefur yfir að ráða þekkingu á sviði framleiðslu- og umhverfismála viðkomandi fyrirtækis þ.m.t. mikilvægum umhverfisþáttum í starfseminni. Hann skal ennfremur vera óháður og hlutlaus.

Markmið námskeiðsins er að undirbúa þá aðila sem hyggjast takast á við endurskoðun á grænu bókaldi. Kynnt eru umhverfismál og mengandi iðnaður á Íslandi, lög og reglugerðir sem tengjast grænu bókhaldi, umhverfisstjórnun fyrirtækja, grænt bókhald og endurskoðun þess. Auk þess er unnið verkefni þar sem þátttakendur kynnast endurskoðun græns bókhalds.

Kennsla / umsjón:
Umsjón: Albert Sigurðsson, Egill Einarsson og Sigurður Örn Guðleifsson frá Umhverfisstofnun