Stök frétt

Út er komin ný reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur.

Helstu breytingar með reglugerðinni: Dýratilraunir við prófanir á snyrtivörum hafa verið takmarkaðar svo ekki megi markaðssetja snyrtivörur sem prófaðar hafa verið á dýrum ef hægt er að nota aðrar samsvarandi prófanir. Nokkrar breytingar verða á viðaukum reglugerðarinnar og ber þar helst að nefna fjölmörg efni sem bæst hafa við á lista yfir efni sem bannað er að nota í snyrtivörur, fyrst og fremst efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum eða hafa skaðleg áhrif á æxlun eða að rannsóknir bendi til að efnin geti valdið slíkum skaða.

Uppfærð útgáfa af snyrtivörureglugerð nr. 748/2003. Reglugerð nr. 385/2005.