Stök frétt

Í tilefni af "Degi umhverfisins" var ýmislegt um að vera víða um land. Í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum var m.a. boðið upp á gönguferði í Ábyrgi fyrir nemendur Borgarhólsskóla í Húsavík.

25 galvaskir göngugarpar mættu í gönguferð í Ásbyrgi á sunnudeginum 24.apríl.

Um 90 manns mættu á kaffihlaðborð Kvenfélags Öxfirðinga í Lundi í Öxarfirði, þar af voru um 70 manns sem horfðu á myndasýningu og kvikmynd.

Á "Degi umhverfisins" 25.apríl tóku sérfræðingur þjóðgarðsins á móti nemendum í Borgarhólsskóla í Húsavík og leiddu þau um náttúrundur Ásbyrgis.