Stök frétt

Föstudaginn 3. júní var opnuð ný og endurbætt Jöklasýning á Höfn í Hornafirði.

Björn G. Björnsson hannaði sýninguna og innleiddi margar nýjungar og róttækar breytingar á skipulagi hennar.

Markmiðið með sýningunni er að draga sérstöðu Suðausturlands fram á lifandi, fróðlegan og skemmtilegan hátt.

Á Jöklasetrinu má skoða jöklasprungu og íshelli á þann hátt að auðvelt er að upplifa sig eins og við raunverulegar aðstæður. Sýningin er miðsvæðis á Höfn í Hornfirði í háreistu húsi. Á þaki þess hefur verið komið fyrir útsýnispalli með óviðjafnanlegu útsýni til allra átta.

Við hvetjum alla til að fara og skoða þessa mikilfenglegu sýningu.