Stök frétt

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opnaði formlega endurbættan göngustíg við Gullfoss 6. júlí sl. Á.T.V.R. veitti 4 milljóna króna framlag úr pokasjóði til styrktar við gerð göngustígsins.

Umhverfisstofnun sá um gerð göngustígsins sem er 200 fermetra stétt á efra plani við Gullfoss. Göngustígurinn bætir mikið aðgengi ferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Gangstéttin tekur við ofan tröppunnar sem tengir efri og neðri aðkomu og liggur að útsýnispalli fyrir ofan fossinn.

Með tilkomu göngustígsins hefur aðgengi fatlaðra verið bætt og þeim gert kleift að komast að útsýnispallinum.