Stök frétt

Mynd: Kristinn Jónasson

Héraðsnefnd Snæfellinga býður til málþings í tilefni aldarminningar franska rithöfundarins Jules Verne. Málþingið ber heitið Jules Verne og leyndardómar Snæfellsjökuls, Þar munu þekktir vísinda- og fræðimenn fjalla um rithöfundinn og sögu hans út frá ýmsum sjónarhornum. Erindi flytja Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, prófessor við Rhode Island háskólann í Bandaríkjunum, Friðrik Rafnsson bókmenntafræðingur, Dr. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ólafur H. Torfason kvikmyndagagnrýnandi. Málþingsstjóri verður Guðrún G. Bergmann.

Málþingið verður haldið í hinu nýja húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, sunnudaginn 4. september kl. 13.00. Allir velkomnir en gestir eru beðnir að skrá þátttöku sína á snaefellsnes.com

f.h. Héraðsnefndar Snæfellinga

Sigríður Finsen formaður

Málþing á pdf