Stök frétt

Fyrirlestur um hávaða í umhverfi barna verður haldinn hjá Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, í dag þann 15. nóvember kl. 15-16.

Fyrirlesarar eru: Inngangur: Brynja Jóhannsdóttir frá Umhverfisstofnun, Gunnar Kristinsson frá Umhverfissviði Reykjavíkur, Ólafur Hjálmarsson frá Línuhönnun og Sigurður Karlsson frá Vinnueftirlitinu.

Meðal annars verður fjallað um hönnun hljóðvistar og hljóðmælingar í grunn- og leikskólum.

Aðgangur er ókeypis og allir eru boðnir velkomnir.

Nánari upplýsingar um málefnið má finna hér á heimsíðu Umhverfisstofnunar

Hér má nálgast fyrirlestra frá málþingi sem haldið var í apríl sl. um hávaða í umhverfi barna.