Stök frétt

Heimsminjanefnd Íslands sem starfar á vegum menntamálaráðuneytisins hefur ákveðið að setja Surtsey í forgangsröð hvað varðar tilnefningar heimsminja á Íslandi og jafnframt að freista þess að senda inn formlega tilnefningarskýrslu til UNESCO fyrir 1. febrúar nk.

Í verkefnishópi eru: Snorri Baldursson, verkefnisstjóri/ritstjóri, Álfheiður Ingadóttir, Anette Meier, Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson. Náttúrufræðistofnun Íslands, Guðríður Þorvarðardóttir, Umhverfisstofnun, Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur, Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnuninni, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Ragnhildur S. Björnsdóttir, Sveinn P. Jakobsson og Ævar Petersen. Jafnframt koma Trausti Jónsson og Steinunn Jakobsdóttir, Veðurstofunni og Gísli Viggósson og Baldur Bjartmarsson, Siglingastofnun að verkefninu ásamt fleirum sérfræðingum, innlendra sem erlendra.

Samráð er við Surtseyjarfélagið við vinnslu skýrslunnar, en Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið formaður félagsins allt frá stofnun þess árið 1964.