Stök frétt

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson
Nú fer að styttast í 1. apríl. Staðfestingargjald vegna úthlutaðra hreindýraveiðileyfa verður að vera búið að borga fyrir þann dag. Þeir sem ætla að fara og borga í banka þurfa að gera það í síðasta lagi föstudaginn 31. mars.

Þar sem 1. apríl ber upp á laugardag geta þeir sem greiða í gegnum heimabanka greitt um helgina en ekki verður hægt að greiða á mánudagsmorgni þann 3. apríl því krafan afskráist þá. Umhverfisstofnun er ekki heimilt að taka við greiðslum eftir auglýstan greiðslufrest.