Stök frétt

Umhverfisstofnun og Snæfellsbær, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, efna til samkeppni um hönnun Þjóðgarðsmiðstöðvar, á Hellissandi .

Keppnin er framkvæmdakeppni og þátttökurétt hafa, auk félaga í AÍ, nemendur í arkitektúr og þeir sem rétt hafa til undirritunar byggingarnefndarteikninga.

Keppnislýsing Umhverfisstofnunar, Snæfellsbæjar og Arkitektafélags Íslands. Keppnisgögn verða afhent á skrifstofu Arkitektafélags Íslands kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga frá og með sama degi.

Tillögum skal skila til trúnaðarmanns dómnefndar, Þórarins Þórarinssonar FAÍ, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands eigi síðar en þriðjudaginn 6. júní 2006. V erðlaunaafhending er fyrirhuguð á afmæli þjóðgarðsins þann 28. júní.