Stök frétt

Aðalskoðun leiksvæða.

Námskeið um aðalskoðun leiksvæða sbr. reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, verður haldið 8. -10. maí n.k. á Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Kennt verður á ensku. Fjöldi þáttakenda er takmarkaður, en lágmark er 5 þátttakendur.

Kennari: David Yearley frá RoSPA í Bretlandi.
Staður: Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24 Reykjavík.
Kennt verður 8. og 9. maí kl. 9-17 og 10. maí kl. 9 – 12.
Skráning fer fram á Umhverfisstofnun í síma 591 2000 fyrir 19. apríl n.k.
Námskeiðsgjald er kr. 50.000 kr.

Efni námskeiðsins

  • Þroski barna
  • Mikilvægi leikja
  • Slys, tegund, tíðni og alvarleiki þeirra
  • Lög og reglugerðir
  • Staðlaröðin ÍST-EN 1176 1-7, einkum hluti 7
  • Gagnasöfnun, skýrslugerð og gildi skráningar
  • Notkun upplýsinga úr skoðunarskýrslum rekstrar og aðalskoðunar
  • Rökrétt og kerfisbundin nálgun eftirlits ásamt áhættumati
  • Skoðun leiksvæða, umhverfi þeirra, girðing, hlið, gróður o.fl.
  • Skoðun leikvallatækja og yfirborðsefna
  • Varasöm atriði á algengum leikvallatækjum
  • Eftirlit á leiksvæði, verklegt
  • Áhættumat