Stök frétt

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitafélaga um örverumælingar í unnum kjötvörum á markaði fór fram frá 26. janúar til 28. febrúar.

Niðurstöður verkefnisins sýndu að um 6% sýna eða 5 sýni stóðust ekki viðmiðunarreglur Umhverfisstofnunar um örverur í unnum kjötvörum. Örveruástand á kjötáleggi var mun betra nú á markaði en í svipuðu verkefni 2004.