Stök frétt

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verður fimm ára miðvikudaginn 28. júní. Haldið verður upp á afmælið í Grunnskólanum á Hellissandi og hefst hátíðin kl. 14.

 

Umhverfisráðherrann Jónína Bjartmarz flytur ávarp og saga þjóðgarðsins verður rakin í máli og myndum. Hápunktur afmælisins er verðlaunaafhending í samkeppni um hönnun á þjóðgarðsmiðstöð sem rísa mun á Hellissandi. Alls bárust 17 tillögur í keppnina og verða þær til sýnis í skólanum fram á laugardag 1. júlí frá kl. 10-16.

 

Allir eru velkomnir í afmælisveisluna sem lýkur með afmæliskaffi og gönguferð að svæðinu þar sem þjóðgarðsmiðstöðin verður reist.

 

Afmælishátíð og verðlaunaafhending

28. júní 2006 kl. 14 í grunnskólanum á Hellissandi

 

Dagskrá: 

  • Þjóðgarðsvörður býður gesti velkomna.
  • Söngur.
  • Saga þjóðgarðsins: Árni Bragason forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar og Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður fara í máli og myndum í gegnum söguna.
  • Tónlistaratriði.
  • Umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz ávarpar afmælisgesti.
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar flytur ávarp.
  • Tónlistaratriði.
  • Hver bjó síðast á bænum þar sem þjóðgarðsmiðstöðin mun rísa? Sæmundur Kristjánsson sagnamaður og landvörður segir frá.
  • Stefán Benediktsson formaður dómnefndar í hönnunarsamkeppni um þjóðgarðsmiðstöð segir frá vinnu nefndarinnar og tillögum sem bárust.
  • Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Davíð Egilson forstjóri Umhverfisstofnunar afhenda verðlaun í samkeppninni.
  • Afmæliskaffi.
  • Stutt gönguferð upp á svæðið þar sem þjóðgarðsmiðstöðin mun rísa.

Með kveðju, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull