Stök frétt

Á síðasta ári veitti pokasjóður ÁTVR Umhverfisstofnun styrk til að vinna að gerð plankastéttar á efra plani við Gullfoss sem bætir aðgengi ferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Gangstéttin tekur við ofan tröppunnar sem tengir efri og neðri aðkomu og liggur að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Eldri gangstígurinn var tekinn að bila og orðinn illfær að hluta.

Á síðasta ári var lokið við að smíða um 200 metra og nú veitir ÁTVR 5 M kr til að ljúka við gerða plankastéttarinnar þannig að hún nái að gestastofunni.

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við framlagi ÁTVR frá fulltrúa þeirra Höskuldi Jónssyni fimmtudaginn 13. júlí kl. 13:30 í umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 2.