Stök frétt

Komin er út ný reglugerð um umhverfismerki fyrir vörur og þjónustu. Það eru norræna umhverfismerkið, Svanurinn og umhverfismerki Evrópubandalagsins, Blómið. Með reglugerðinni eru skilyrði fyrir notkun umhverfismerkjanna lögfest t.d. eru þar tilgreind þau skilyrði sem framleiðendum, innflytjendum og umboðsaðilum umhverfismerktrar vöru ber að fara eftir.

Um umhverfismerkin gilda breytilegar viðmiðunarreglur fyrir hvern vöru- og þjónustuflokk. Veiting leyfis til notkunar á umhverfismerkjunum er háð því að þessum viðmiðunarreglum sé fylgt.