Stök frétt

Vegna gruns um E. coli 0157 bakteríu í spínati frá Bandaríkjunum hafa íslenskir innflytjendur og söluaðilar á spínati innkallað allt bandarískt spínat og grænmetisblöndur sem innihalda spínat.

Hér er um sams konar varúðunarráðstöfun að ræða og gripið var til í Bandaríkjunum en enn er ekki vitað hvort spínat sem hér er í sölu er mengað af E.coli.

Neytendur, mötuneyti og veitingahús eru beðin að henda eða skila fersku spínati frá Bandaríkjunum sem þeir kunna að hafa undir höndum til viðkomandi verslana.