Stök frétt

Fyrsti fyrirlesturinn eftir áramótin í fyrirlestraröð UST fyrir almenning var vel sóttur af um 40 manns sem hlýddu á Sigþrúði Stellu Jóhannsdóttur þjóðgarðsvörð í Jökulsárgljúfrum tala um náttúrutúlkun. Var greinilegt að áheyrendur höfðu brennandi áhuga á efninu því líflegar umræður sköpuðust eftir fyrirlesturinn.