Stök frétt

Í gær fóru starfsmenn Umhverfisstofnunar og Olíudreifingar um borð í Wilson Muuga til að dæla sjó úr afturlest skipsins.

Með því að lækka yfirborð í henni er vonast til að leifar af olíu sem kunna að vera í botntönkum muni spýtast upp um einstefnuloka á tönkunum inn í lestina með vaxandi straumi. Ekki er búist við að mikil olía sé þarna ennþá en þó er talin ástæða til að ganga úr skugga um það með þessari aðgerð til að draga úr hættu á að hún berist út í umhverfið. Í gær var nokkur olíubrák í lestinni. Næstu daga verður fylgst með því hvort einhver olía kemur til viðbótar upp í lestina og verður henni þá dælt upp í tanka á þilfarinu og þaðan flutt í land með þyrlu.