Stök frétt

Fyrirlestur í fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar um fullyrðingar í merkingum matvæla verður á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, þriðjudaginn 24. apríl kl 15-16.

Kynntar verða nýjar Evrópureglur um fullyrðingar í merkingum matvæla (Regulation (EC) No 1924/2006 on nutrition and health claims made on foods). Reglugerðin tekur gildi í EB 1. júlí 2007, en ekki er ljóst hvenær hún tekur gildi hér á landi.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 13. grein gerðarinnar er aðildarlöndunum ætlað að safna saman fullyrðingum sem þau óska eftir að koma á jákvæðan lista reglugerðarinnar þ.e. lista yfir leyfilegar fullyrðingar. Frestur til þess er til 31. janúar 2008. Samþykktur listi verður síðan birtur í síðasta lagi 31. janúar 2010.

Umhverfisstofnun telur mikilvægt fyrir íslenskan iðnað og innflytjendur matvara frá löndum utan Evrópusambandsins að fá tækifæri til að koma á framfæri þeim fullyrðingum sem þeir óska eftir að nota. Umhverfisstofnun mun því safna saman þessum óskum á Íslandi og koma þeim á framfæri við framkvæmdastjórnina, jafnvel þó reglugerðin verði ekki komin í gildi hér á landi þann 31. janúar 2008.

Fyrirlesari: Brynhildur Briem fagstjóri á matvælasviði Umhverfisstofnunar.

Allir velkomnir
Heitt á könnunni.