Stök frétt

Mynd: Helga Davíðs

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður 15. september 1967. Af því tilefni verður efnt til glæsilegrar afmælisdagskrár að viðstaddri Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og fjölmörgum öðrum góðum gestum.

Afmælisdagskrá Skaftafellsþjóðgarðs 40 ára afmæli 15. september 2007

Dagskrá fyrir hádegi

Kl. 10:00-12:30 Söguganga frá Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli undir leiðsögn þjóðgarðsvarðar og starfsmanna þjóðgarðsins.

Gengið vestur tjaldstæðið, framhjá Gömlu túnum, í Lambhagann, upp með Bæjargili, komið við í Rafstöðinni og síðan farið að Selbænum. Saga þessara staða rifjuð upp.

Sigurgeir Jónsson frá Fagurhólsmýri og Björn Sigfússon frá Brunnavöllum í Suðursveit leika á harmonikkur við Selbæinn.

Orðið laust fyrir þá sem vilja taka til máls.

Að þessu loknu verður hlé á dagskrá fram til kl. 14:00 er hún hefst að nýju í Þjónustumiðstöðinn í Skaftafelli.

Dagskrá eftir hádegi

14.00-14.05 Þjóðgarðsvörður Ragnar Frank Kristjánsson setur samkomuna.

14.05-14.30 Karlakórinn Jökull frá Höfn í Hornafirði syngur fáein lög.

14.30-14.40 Ávarp Umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

14.40-15.00 Dr. Jack D. Ives kynnir nýja bók um Skaftafell, sem hefur að geyma 1000 ára sögu staðarins. Bókin er gefin út í tilefni af 40 ára afmæli þjóðgarðsins og heitir Skaftafell in Iceland. A thousand years of change. Bókin er einnig gefin út á íslensku.

15.00-15.20 David Murray sérfræðingur frá Þjóðgarðastofnun Kanada, flytur erindið: Þjóðgarðar á norðurslóðum Kanada, tækifæri samfélagsins.

15:30 – 16:15 Veitingar

16:20-16:30 Jónína Aradóttir syngur og spilar á gítar.

16:30-17:00 Landverðir segja frá störfum sínum í þjóðgarðinum

Valgerður Björnsdóttir,

Skarphéðinn Óskarsson,

Ragnheiður Jónsdóttir,

Málfríður Ómarsdóttir.

17:00-17:15 Ragnar Frank Kristjánsson og Hafdís Roysdóttir, hlutverk þjóðgarðsins í Skaftafelli – framtíðarsýn.

17:16-17:45. Orðið laust.

17:45-18:00 Hljómsveitin Pitchfork rebellion spilar jazz.

18:00 Afmælisdagskrá lýkur.