Stök frétt

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar (UST) og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) sem fram fór í júní og júlí sl. sýnir að forráðamenn margra sjoppa/skyndibitastaða uppfylla ekki kröfur matvælalaga og reglugerða um heilsufarskýrslur starfsmanna, fræðslu/þjálfun starfsfólks og aðbúnað vegna handlauga í rými þar sem meðhöndluð eru óvarin matvæli.

Örveruástand borgara í þessari könnun var almennt gott, en þó benda niðurstöðurnar til þess að það voru tilfelli þar sem hugsanlegt er að almennt hreinlæti hafi ekki verið fullnægjandi.

Skýrslan Hollustuhættir í sjoppum/skyndibitastöðum sem selja steikta borgara og överuástand steiktra borgara.