Stök frétt

Aðildarríki Montrealbókunarinnar ákváðu á fundi sínum í síðustu viku að hætta framleiðslu og notkun ósoneyðandi vetnisklórflúorkolefna (HCFC) fyrr en áætlað hafði verið eða fyrir 2020 og 2030 í þróunarlöndum eða alls 10 árum fyrr en áður hafði verið samþykkt.

Ástæðan er fyrst og fremst hraðari aukning á framleiðslu HCFC í þróunarlöndum sem útlit var fyrir að myndi hægja á endurmyndun ósonlagsins. HCFC er hvort tveggja ósoneyðandi og öflug gróðurhúsalofttegund sem enn er mikið notuð sem kælimiðill.

Fulltrúar allra 191 ríkja samþykktu tillögu þess efnis en Íslendingar áttu í samvinnu við Noreg og Sviss eina af sex tillögum um að flýta fyrir að notkun HCFC verði hætt. Með samþykktinni skuldbinda iðnríki til þess að draga úr notkun HCFC um 75% fyrir 2010, 85% fyrir 2015 og alveg fyrir 2020. Þróunarríki um 10% fyrir 2015, 35% fyrir 2020 og alveg fyrir 2030.

Montrealbókunin er 20 ára um þessar mundir og það er vel við hæfi á þeim tímamótum að slík ákvörðun hafi verið tekin.

Nýr fræðslubæklingur: Er framtíð ósonlagsins tryggð?