Stök frétt

Yngstu nemendur Reykjahlíðarskóla (1-5 bekkur) komu í Mývatnsstofu, gestastofu Umhverfisstofnunnar við Mývatn, í dag og skreyttu jólatréð. Skrautið var algerlega heimagert, annars vegar jólamyndir úr pappa og hins vegar jólakúlur úr þæfðri ull.

Núna er gestastofan orðin hin jólalegasta og er þess albúin að taka á móti gestum en hún verður opin kl: 12-17 á aðventunni.

Þessi uppákoma var liður í að gera Mývatnssveit að töfralandi jólanna en þar verður margt um dýrðir á aðventunni fyrir heimamenn og gesti.

Nánari upplýsingar um aðventudagskrána í Mývatnssveit er að finna á síðunni www.snowmagic.is