Stök frétt

Í frétt á Stöð 2 þann 29. júní er haft eftir oddvita Kjósarhrepps:

„Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið frá Umhverfisstofnun að þá viðhafa þeir ekki þessa venju að vera með bestu fáanlega tækni. Þetta felst aðallega í rafskautunum að gæði þeirra hafa áhrif á hver mengunin verður mikil og eftir því sem gæðin eru meiri á rafskautunum, þeim dýrari verða þau og mér er sagt frá Umhverfisstofnun að þeir svona hliðri þessu til og kaupi ódýrari skaut sem menga meira.“

Umhverfisstofnun vill koma því á framfæri að stofnunin hefur ekki lýst því yfir sem henni er eignað hér að ofan.