Stök frétt

Nú geta veiðimenn fært inn rjúpnaveiði í rafræna veiðidagbók. Þau gögn eru persónurekjanleg en Umhverfisstofnun mun einungis nota gögnin almennt og án þess að rakið verði til persónu.

Sem dæmi má nefna að hægt verður að sjá hversu margar rjúpur veiðast daglega og hvernig veiðin dreifist eftir veiðisvæðum. Til að fá aðgang.þarf veiðimaður að slá inn kennitölu og veiðikortanúmer.

Með þessu móti verður hægt að sjá hversu margir veiðimenn skráðu gögn á veiðideginum, samtals veiði allra veiðimanna þann dag, samtals fjölda klukkustunda og meðalveiðiafköst hvers veiðimanns.