Stök frétt

Mynd: Silas Baisch á Unsplash

Umhverfisstofnun barst tilkynning frá Vaktstöð siglinga aðfararnótt 24. janúar síðastliðinn þess efnis að flutningaskipið Atlantic Navigator hefði óskað leyfis að leita vars í Garðsjó. Um borð í skipinu voru gámar með geislavirkum úrgangi. Óskað var eftir áliti Umhverfisstofnunar á beiðni skipsins.

Þar sem spáð var 13-20 metrum á sekúndu á leið skipsins féllst Umhverfisstofnun á að skipið leitaði vars með það fyrir augum að lágmarka hættu. Niðurstaða Umhverfisstofnunar var um þetta einstaka tilfelli og byggði á upplýsingum um þá stöðu sem upp var komin þegar leitað var álits.