Stök frétt

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Samningurinn var gerður árið 1998 og öðlaðist gildi í október árið 2001. Þrjátíu og átta ríki undirrituðu hann auk Evrópubandalagsins, þ.á m. Ísland. Fjörutíu og eitt ríki auk Evrópubandalagsins hafa fullgilt samninginn, öll norrænu ríkin þar á meðal að Íslandi undanskildu.

Sjá nánar í frétt á vef umhverfisráðuneytisins.