Stök frétt

Umhverfisstofnun heldur ársfund næstkomandi föstudag, 27. mars, hvar haldin verða sautján erindi um verkefni stofnunarinnar á árinu 2008. Meðal umræðuefna eru landganga hvítabjarna, brennisteinsvetni, loftslagsmál og Surtsey á heimsminjaskrá. Fundurinn er opinn, allir velkomnir. Fundurinn er haldinn á Hótel Loftleiðum og hefst klukkan 13:15.

Fyrirkomulag ársfundar Umhverfisstofnunar er með breyttu sniði í ár þar sem flutt verða mörg stutt erindi um starfsemi stofnunarinnar. Meðal stærri viðburða síðasta árs má nefna landgöngu hvítabjarna á Skaga sem talsverð umræða varð um í samfélaginu síðastliðið sumar. Umhverfisstofnun stýrði aðgerðum síðtastliðið sumar og hefur síðan þá mótað viðbrögð til framtíðar. Surtsey komst á heimsminjaskrá á síðasta ári og er annað svæðið á Íslandi sem hlotnast sá heiður. Umhverfisstofnun hyggst á næstu árum efla starf í tengslum við friðlandið Surtsey. Brennisteinsvetni komst í umræðu meðal landsmanna vegna mælinga sem sýndu aukið magn þess í grennd við byggð. Losun gróðurhúsalofttegunda er meðal þeirra umhverfismála sem hvað mest er rætt um á heimsvísu. Umhverfisstofnun vann nýja spá á síðasta ári um losun hérlendis.