Stök frétt

Þann 7. júlí sl. gaf Umhverfisstofnun út nýjan viðauka við starfsleyfi sorpbrennslustöðvar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. í Helguvík. Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að nýja viðaukanum á tímabilinu 20. apríl - 19. júní 2009 og barst stofnuninni ein athugasemd, frá Sorpeyðingarstöðinni. Samkvæmt viðaukanum er nú gefin heimild til brennslu á tilteknum flokkum PCB-mengaðs úrgangs og móttöku og brennslu á jarðvegi sem inniheldur hættuleg efni. Brennslustöðin uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til brennslu á þessháttar úrgangi og voru allar nauðsynlegar kröfur um mengunarvarnir þegar í gildandi starfsleyfi. Því reyndist ekki þörf á að breyta sjálfu starfsleyfinu og heldur það gildi sínu að fullu til 1. febrúar 2016.

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf, Helguvík (móttaka, flokkun, brennsla), gildir til 1.2.2016
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf, Helguvík (móttaka, flokkun, brennsla), viðauki (1.2.2016)