Stök frétt

Mynd: Nick Tzolov
Bíll í lausagangi mengar mun meira en við akstur. Nú þegar tekur að hausta og kólnar í veðri freistast sumir til að setja bílinn í gang og hita áður en lagt er af stað. Til eru önnur ráð sem eru betri fyrir umhverfið og má þar nefna að klæða sig sérstaklega vel.

Einnig er vert að nefna hreyfilhitara sem er einfalt tæki ssem er sett í bílvélar til að hita þær upp með rafmagni áður en vélin er ræst til að draga úr eyðslu eldsneytis á kaldri vél og sömuleiðis útblástur. Loks má geta þess að strætisvagnar eru að jafnaði orðnir hlýir og notalegir og það sjá aðrir um að skafa þá.

Bíll í lausagangi mengar.