Stök frétt

Margt skemmtilegt og forvitnilegt var að sjá á Vísindavöku W23 - hópsins sem var haldin nýlega í Klifi í Ólafsvík en Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er hluti hópsins. W23 kynnti rannsóknir sínar og aðra starfsemi fyrir ungum sem öldnum og voru gestir duglegir við að prófa, skoða og spyrja. Mikla athygli og viðbrögð vöktu kr

ufningar á æðarkollu, þorski og háfi en innan úr honum komu m.a. egg og seiði. Ævintýraleg smádýr sem skoða þurfti í smásjá og tilbúinn árfarvegur í rennu drógu einnig til sín áhugasama gesti.

Vinningshafa á Vísindavökunni í nóvember 2009

Í boði var að taka þátt í getraun og voru margir sem spreyttu sig á aldursgreiningu minks, skarkola, hnísu og beitukóngs. Tveir vinningshafar voru dregnir úr réttum svörum, þau Jana Hermannsdóttir og Gylfi Örvarsson og fá þau bókina Ströndin í náttúru Íslands, áritaða af höfundi, Guðmundi Páli Ólafssyni, í verðlaun.

Fiskiðjan Bylgja bauð upp á ljúffengan sandkola og nemendur 9. bekkjar grunnskólans sáu um kaffiveitingar.

Vísindavakan heppnaðist afar vel og ekki ólíklegt að hún hafi kveikt enn frekari áhuga á náttúrufræðum hjá vísindamönnum framtíðarinnar.

Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Vesturlands.