Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Nesskel ehf. til kræklingaræktar og lirfusöfnunar í Hvammsfirði og Króksfirði.

Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að rækta krækling og safna lirfum á fjórum stöðum í Hvammsfirði og þremur stöðum í Króksfirði samkvæmt meðfylgjandi kortum í viðauka starfsleyfisins ásamt hnitum þar sem staðsetningar koma nánar fram.

Við gerð tillögunnar var helst horft til áhrifa á vatnsgæði, fjarlægð frá annarri starfsemi og að vel yrði gengið frá öllum útbúnaði. Þá er farið fram á að áhrif á sjávarbotn séu metin á a.m.k. fimm ára fresti.

Tillagan ásamt umsókn mun liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps á tímabilinu 29. júní til 24. ágúst 2010 og á vefsíðu Umhverfisstofnunar, ásamt umsóknargögnum.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 24. ágúst 2010.
Athugasemdir skulu sendar til Umhverfisstofnunar og vera skriflegar.