Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út landsáætlun um loftgæði. Í henni er m.a. sagt frá helst áherslum stofnunarinnar í loftgæðamálum. Lögð er fram verkáætlun til ársins 2014 um frekari uppbyggingu mælinets og því hvernig miðlun upplýsinga um loftgæði sé best fyrir komið.

Nokkrir aðilar sinna loftgæðamælingum á Íslandi í dag. Tekið er saman yfirlit um mælistöðvar, hverjir reka þær, hvaða efni eru mæld og hvar er hægt að nálgast upplýsingar um loftgæði. Lögð er áhersla á að auka samvinnu þeirra aðila sem sinna loftgæðamælingum og að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um loftgæði en í dag liggja upplýsingar um loftgæði á ýmsum stöðum. Einnig er í landsáætluninni sagt frá þeim lagaramma sem gildir um loftgæðamál á Íslandi.

Landsáætlunin er unni í samræmi við tvö af yfirlýstum markmiðum Umhverfisstofnunar

  • Að draga úr losun heilsuskaðlegra efna og efna sem eru hættuleg umhverfinu.
  • Að upplýsingar um umhverfismál verði aðgengilegar almenningi og hagsmunaaðilum og geri þeim þannig kleift að hafa áhrif á umhverfi sitt.

Landsáætlun um loftgæði