Stök frétt

Í gær, 30. nóvember, lauk fresti til að skrá efni skv. REACH og tekur þessi fyrsti skráningarfrestur af þremur á hættulegustu efnunum og efnum sem eru framleidd eða flutt inn í 1000 tonnum á ári eða meira. Efnastofnun Evrópu tekur við skráningum og í lok gærdagsins höfðu 24.675 skráningarskýrslu borist fyrir um 4300 efni. Íslensk fyrirtæki eru í hópi skráningaraðila. Á heimasíðu Efnastofnunar Evrópu má lesa meira um þennan merkisdag í sögu efnalöggjafar í Evrópu.

REACH er reglugerð um skráningu, mat og leyfisveitingu efna.