Stök frétt

Búið er að senda út greiðsluseðla vegna staðfsestingargjalds til þeirra sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi. Einnig birtist krafan frá Umhverfisstofnun í heimabönkum viðkomandi. Það er hægt er að greiða seðilinn eða kröfuna beint í heimabanka.

Gætið þess að ef greiðslan er sett í framvirkar greiðslur þarf innistæða að vera fyrir hendi á þeim tiltekna degi, annars greiðist ekki krafan. Eindagi er 31. mars. Ef geiðsla hefur ekki borist fyrir 1. apríl þá missir viðkomandi leyfið. Það að greiðsla berist fyrir tilskilinn tíma er á ábyrgð hvers og eins veiðimanns.