Stök frétt

Hráefni:
1,2 kg hreindýravöðvi
3/4 dl olía
3 msk sykur
30 st sykurbaunir skornar í strymla
1 msk smjör
12 st kirsuberjatómatar
6 stk gulrætur skolaðar vel og skornar í strimla

Aðferð:
Hreindýrakjötið er skorið til í steikur og steikt í heitri olíu á pönnu
Þar til áferðin á kjötinu verður fallega dökkbrún.
Kjötið er síðan sett í 180° heitan ofn í 7-8 minútur (53°C í kjarna).
Kjötið er tekið út og látið standa og jafna sig í 8-10 mínútur áður en það er skorið niður. Gulrætur og tómatar eru léttsteikt og meðlætið kryddað með salti og svörtum pipar. Kokteiltómatarnir þurfa litla sem enga eldun. Berið fram með brúnuðum litlum kartöflum og hráum eða léttsteiktum sykurbaunum.

Sósan:
7 dl vatn
4 dl rauðvín
4 msk Balsamic edik
60 gr kalt smjör
3 msk hunang
3 msk olía
3 msk villibráðakraftur frá Oscar
2 tsk tímiían , þurrkað
3 st skalotlaukur , fínsaxaður
1 stk lárviðarlauf

Laukurinn, lárviðarlaufið og tímíanið eru látin krauma í pottin uns laukurinn er orðinn vel mjúkur. Víni og balsamic er bætt við og soðið niður til helminga. Þá er vatn, hunang og villibráðarkraftur sett í pottinn og sósan látin sjóða niður um 1/3. Sósan er því næst sigtuð og smjörið pískað vel og hratt saman við hana. Eftir að smjörið er komið í sósuna má hún ekki sjóða. Salt og pipar eftir smekk.