Stök frétt

Fyrir fjóra

Innihald
800 gr hreindýrakjöt úr læri eða hrygg, fitu og beinlaust
3 msk olía
salt og pipar

Sósa
1 1/2 dl safi úr bláberjum
2 dl villibráðasoð
4 msk bláber
50 gr kalt ósaltað smjör, skorið í bita

Aðferð
Skerið kjötið í 8 jafnstórar sneiðar og berjið þær létt með sléttum hamri.
Hitið olíuna vel á pönnu og snöggsteikið sneiðarnar við góðan hita í 2ö4 mínútur hvoru megin.
Kryddið með salti og pipar.
Takið kjötið af pönnunni og haldið því heitu.
Hellið bláberjasafanum á pönnuna leysið upp steikarskófina. Blandið villibráðasoðinu saman við og látið suðuna koma upp.
Bætið þá bláberjunum við.
Hrærið smjörið smátt og smátt saman við með sleif, en farið varlega svo bláberin kremjist ekki.
Athugið að eftir það má sósan ekki sjóða.
Bragðið á sósunni og kreyddið eins og þurfa þykir.
Með þessum rétti er gott að hafa rjómasoðnar kartöflur og nýtt grænmeti.