Stök frétt

Á hverjum degi komumst við í snertingu við fjöldann allan af mismunandi efnum og efnasamböndum. Rannsóknir benda til að áhættan frá efnum í umhverfi okkar sé vanmetin ef ekki er horft til samanlagðra áhrifa þeirra, svo nefndra kokteiláhrifa.

„Af hverju byrja stúlkur fyrr á blæðingum en þær gerðu fyrir 15 árum? Af hverju fá fleiri ungir karlar krabbamein í eistu? Talið er að kokteiláhrif efna geti verið ein skýringin. Við komumst í snertingu við fjölmörg efni sem er að finna í umhverfi okkar, t.d. í leikföngum, snyrtivörum, raftækjum, innilofti, ryki, mat og lyfjum. Sífellt fleiri áreiðanlegar rannsóknir benda til þess að ýmis efni, þegar þau koma saman, geti haft alvarleg áhrif á dýr, umhverfið og menn" segir  í bæklingi sem unninn var í norrænu samstarfi. Í bæklingnum er fjallað um þetta vandamál og komið fram með tillögur að breytingum. Tillögurnar eru byggðar á niðurstöðum vinnufundar sem norræna ráðherranefndin stóð fyrir haustið 2010.

Bæklinginn er einnig hægt að nálgast á norden.org.