Stök frétt

Höfundur myndar: Ólafur A. Jónsson

Umhverfisstofnun minnir á að nú er frost víða farið úr jörð og landið því viðkvæmt fyrir utanvegaakstri, jafnvel þó snjóhula liggi yfir. Eru ferðamenn sem hyggja á ferðalög þessa dagana beðnir að hafa sérstaka gát á því. Jafnframt bendir stofnunin á að ýmis svæði eru lokuð fyrir alla umferð vélknúinna farartækja, þar með vélsleða s.s. Hornstrandafriðlandið. Önnur svæði loka tímabundið fyrir alla umferð og má þar nefna Þjórsárver en á tímabilinu 1. maí til 10. júní er öll umferð um varplönd heiðargæsa bönnuð. Nú um helgina verður gæsla í Hornstrandafriðlandinu og verður vélsleðamönnum vísað frá. Jafnframt má benda á að nú ríkir tilkynningaskylda í friðlandinu og þurfa gestir að tilkynna um ferðir sínar til Umhverfisstofnunar. Tilkynningaskylda er á tímabilinu 15. apríl til 15. júní.