Stök frétt

Höfundur myndar: Ferdi Rizkiyanto

Á Hátíð hafsins stóð Umhverfisstofnun fyrir getraun um rusl og þakkar stofnunin öllum þeim sem tóku þátt í getrauninni. Dregið hefur verið úr svörum sem bárust og fá fimm þátttakendur í verðlaun glæsilegan Regatta bakpoka og gjafabréf fyrir þrjá í skoðunarferð um Vatnshelli á Snæfellsnesi. Vinningshafarnir eru þessir:

  • Kristján Darri Eysteinsson
  • Lovísa Halldórsdóttir
  • Eva María Óskarsdóttir
  • Helgi Hrannar Smith
  • Bjarki Rafn Andrésson

Alls tóku 246 manns þátt í getrauninni.

Getraunin var byggð á þeim upplýsingum sem fram koma í töflunni hér fyrir neðan um niðurbrot ýmissa rusltegunda. Rétt svör við getrauninni eru því þessi:

  1. Glerflaska                    Þúsundir ára
  2. Plastflaska                  Hundruðir ára
  3. Áldós                            Margir áratugir
  4. Filter af sígarettur       Nokkur ár
  5. Mjólkurferna                Nokkrir Mánuðir
  6. Bananahýði                 Nokkrar vikur

Það tekur aðeins augnablik að henda frá sér rusli í sjóinn eða á víðavangi, en það getur hins vegar tekið mörg ár og jafnvel hundruði ára áður en ruslið brotnar niður, eins og taflan hér fyrir neðan gefur til kynna. Til dæmis er plastflaska sem einhver hendir frá sér á árinu 2012 ennþá að brotna niður árið 2312.

Viðmiðunargildi fyrir niðurbrot nokkurra rusltegunda

 

Efni

Niðurbrotshraði (ár)

Pappírsþurrkur

2-4 vikur

Bananahýði/appelsínubörkur

2-5 vikur

Eplakjarni

2 mánuðir

Bómullarreipi

1

Ómeðhöndlaður krossviður

1-3

Ullarföt

1-5

Sígarettustubbar

1-5

Plastpoki

10-20 (20-30)

Nælonefni

30-40

Tindós

50

Flot úr frauðplasti

80

Áldós

80-200 (80-500)

Plasthringir af dósakippu

400

Plastflöskur

450

Einnota bleyjur

500

Girni / taumaefni

600

Glerflaska

1 milljón

 

Hversu lengi rusl er að brotna niður er háð efniseiginleikum þess og umhverfisaðstæðum hverju sinni, s.s. hitastigi, súrefnisstigi sjávar, styrk útfjólublárra geisla, ölduorku o.fl. Plast brotnar stöðugt niður í smærri einingar, en brotnar líklega aldrei niður að fullu.

Sjófuglar og sjávardýr, eins og til dæmis fiskar og marglyttur, taka plast oft í misgripum fyrir fæðu. Dýrin geta ekki melt plast og því safnast það fyrir í líkama þeirra og skemmir meltingarfæri. Auk þess geta dýr soltið til dauða ef magi þeirra fyllist af plasti, þar sem þau finna ekki lengur til svengdar. Dýr geta einnig fest sig í ýmsum hlutum sem annað hvort er hent í sjóinn eða berast til hafs, eins og netum og plasthringjum af dósakippum. Afleiðingin er meiðsl eða dauði. Það er því mikilvægt að við göngum vel um umhverfi okkar og skiljum ekki eftir rusl á víðavangi. Ruslið sem við hendum frá okkur hverfur ekki þó við sjáum það ekki lengur.

 

Myndir af sigurvegurum

Lovísa Halldórsdóttir sigurvegari í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt Kristínu Lindu Árnadóttur

 Lovísa Halldórsdóttir sigurvegari í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt  Kristínu Lindu Árnadóttur

Helgi Hrannar Smith sigurvegari í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt bróður sínum og Kristínu Lindu Árnadóttur 

 Helgi Hrannar Smith sigurvegari í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt bróður sínum og Kristínu Lindu Árnadóttur

Kristján Darri Eysteinsson og Bjarki Andrésson sigurvegarar í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt Kristínu Lindu Árnadóttur 

 Kristján Darri Eysteinsson og Bjarki Rafn Andrésson sigurvegarar í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt  Kristínu Lindu Árnadóttur

Kristján Darri Eysteinsson og Bjarki Andrésson sigurvegarar í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt fjölskyldumeðlimum og Kristínu Lindu Árnadóttur
 

 Kristján Darri Eysteinsson og Bjarki Rafn Andrésson sigurvegarar í getraunaleik Umhverfisstofnunar á Hátíð Hafsins ásamt fjölskyldumeðlimum og  Kristínu Lindu Árnadóttur