Stök frétt

Umhverfisstofnun og fulltrúar hennar fóru á síðasta ári í eftirlit til 123 aðila sem reka starfssemi með starfsleyfi skv. starfsleyfisreglugerð frá stofnuninni. Í ferðunum komu í ljós alls 189 frávik frá starfsleyfum, lögum og reglugerðum. Fylgjast má með stöðu mála hjá hverju fyrirtæki fyrir sig á vef Umhverfisstofnunar, þar sem birtar eru allar eftirlitsskýrslur og upplýsingar um þvingunarúrræði auk annarra upplýsinga. 

 

Umhverfisstofnun fylgir því eftir að bætt sé úr öllum frávikum sem koma fram við eftirlit og hefur heimildir til að beita þvingunarúrræðum ef á þarf að halda. Eftirfylgni vegna frávika síðasta árs er enn í fullum gangi en í dag er staðan sú að um 63% frávika hafa annað hvort verið bætt að fullu eða eru með samþykktan úrbótafrest. Önnur frávik eru enn í vinnslu og hugsanlega á leið í frekari þvingun. Um 40% fyrirtækja er ekki með nein frávik.

 


 

 

Fjöldi frávika

Úrbótum lokið

Samþykktur úrbótafrestur

Úrbótum ólokið

Meðaltal frávika á eftirlit

Úrgangur og efnamóttaka

129

58

26

45

3,4

Fiskimjölsverksmiðjur

19

6

1

12

1,7

Fiskeldi og kræklingarækt

11

3

8

0

0,6

Olíubirgðastöðvar

14

13

1

0

0,4

Verksmiðjur

15

3

0

12

1,5

Álver

1

1

0

0

0,3

Efnaiðnaður

2

0

0

0

0,7

ALLS

191

83

36

69

-

ALLS %

100%

44%

19%

37%

-


Áberandi flest frávik hafa komið fram við eftirlit með urðunarstöðum og sorpbrennslum, eða að meðaltali 3,4 frávik á hvern eftirlitsþega. Einnig er þó nokkuð um frávik hjá fiskimjölsverksmiðjum og verksmiðjum, en fæst frávik greinast hjá fiskeldisstöðvum, olíubirgðastöðvum, efnaiðnaði og stóriðju, eða um það bil eitt frávik í öðru hverju eftirliti.

Súlurit sem sýnir hlutfall frávika á eftirlit eftir eftirlitsflokkum.

Mörg frávik tengjast fyrirbyggjandi aðgerðum, framkvæmd mælinga og áætlanagerð sem ekki sinnt sem skyldi, en mikill minnihluti frávika eru tilvik þar sem losun mengunar er yfir viðmiðunarmörkum.

Viðbrögð eftirlitsþega við eftirfylgni af hálfu Umhverfisstofnunar eru misjöfn. Í mörgum tilvikum hefur nægt að krefjast úrbóta, en í öðrum tilvikum þarf meira til að knýja fram úrbætur. Umhverfisstofnun hefur í 33 tilvikum áformað áminningu, 14 starfsleyfishafar hafa hlotið áminningu, í 5 tilvikum voru áformaðar dagsektir og í 2 tilvikum kom til álagningar dagsekta. Þessar tölur fara enn hækkandi, því enn er unnið að því að knýja fram úrbætur vegna um 37% frávika ársins 2011.

Umhverfisstofnun sendir alltaf viðkomandi heilbrigðisnefnd afrit af upplýsingum um eðli frávika og þau þvingunarúrræði sem gripið er til. Umhverfisstofnun sendir einnig tilkynningu á fjölmiðla og viðkomandi sveitastjórn ef um er að ræða mengunarbrot með möguleg áhrif í nærumhverfi. 

Reynsla Umhverfisstofnunar á liðnu ári gefur tilefni til að ætla að frávikum muni fækka samhliða markvissri eftirfylgni og starfsleyfishafar muni í vaxandi mæli axla ábyrgð á umhverfisskuldbindingum sínum, en heilt á litið hafa starfsleyfishafar brugðist vel við tilmælum um úrbætur.

 

Leiðrétting (2.7.2012): Frávik í efnaiðnaði voru tvö.