Stök frétt

Niðurstöður liggja nú fyrir úr efnagreiningum á þrávirka efninu hexaklórbenseni (HCB) í flugeldum. Eftir að ljóst var að efnið hafi fundist í flugeldum í nágrannalöndum okkar og að efnið mældist í andrúmslofti á nýársnótt 2011, var ákveðið að taka sýnishorn hjá öllum innflytjendum flugelda og láta greina efnið.

Fengin voru til greiningar flugeldar og skotkökur frá níu innflytjendum. HCB mældist ekki í verulegu magni í sjö af níu þeirra. Tvö sýnishorn innihéldu hins vegar HCB yfir leyfilegum mörkum og hefur þeim tveimur innflytjendum sem í hlut áttu verið gert grein fyrir niðurstöðunum. Einnig hefur verið farið fram á að viðkomandi taki mið af þeim reglum er gilda um takmörkun HCB og flytji ekki inn samskonar flugelda nema að þeir hafi fengið upplýsingar og staðfestingu á að efnið sé ekki til staðar í þeim vörum sem þeir flytja inn. Í hinum sjö flugeldunum var styrkur HCB vart mælanlegur eða undir greiningarmörkum. Leyfileg mörk miðast við 50 mg/kg og fari styrkur HCB í hlut yfir þessi mörk skal honum skilað til eyðingar hjá spilliefnamóttöku. 

Niðurstöðurnar benda til að sá þrýstingur sem beittur hefur verið á framleiðendur um að hætta notkun efnisins hafi skilað árangri. 

Umhverfisstofnun mun í framhaldinu fylgjast með innflutningi flugelda og brýnir fyrir innflytjendum að þeir afli upplýsinga um innihald HCB og hugsanlega annarra efna í flugeldum, sem skaðleg eru umhverfinu.

Niðurstöður

 Innflytjandi Gerð
Niðurstöður
     Sýni 1
Sýni 2
Sýni 3
 Alöru flugeldar
 Skotkaka  210 mg/kg
 68 mg/kg
 480 mg/kg
 Bomba.is  Skotkaka  1,62 mg/kg
 0,82 mg/kg
 
 Gullborg  Skotkaka  < 0,25 mg/kg
   
 KR-flugeldar  Flugeldur  3,8 mg/kg
 < 0,25 mg/kg  < 0,25 mg/kg
 Knattsp.deild Keflavíkur
 Skotkaka  600 mg/kg
 7,0 mg/kg
 
 Landsbjörg  Skotkaka  < 0,25 mg/kg  0,32 mg/kg
 < 0,25 mg/kg
 PEP International
 Skotkaka  < 0,25 mg/kg  < 0,25 mg/kg  
 Stjörnuljós  Flugeldur  < 0,25 mg/kg    
 Súperflugeldar  Skotkaka  < 0,25 mg/kg  < 0,25 mg/kg  < 0,25 mg/kg