Stök frétt

Vatn í listum er viðfangsefni hádegisfyrirlesturs í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12:10.

Þar mun Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands fjalla um vatn í myndlist og Karólína Eiríksdóttir, tónskáld fjalla um vatn í tónlist.

Vatn hefur ekki eingöngu hagnýtt gildi fyrir manninn heldur hefur það verið listamönnum innblástur í gegn um tíðina. Þannig er vatn algengt viðfangsefni myndlistarmanna og heilu tónverkin hafa verið samin um vatn.

Á fyrirlestrinum verða sýndar myndir af listaverkum þar sem vatn kemur við sögu og tóndæmi leikin.

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:10 og er áætlað að hann standi til kl. 13:00.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Erindið er hið síðasta í röð hádegisfyrirlestra sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin efna til í tilefni af evrópsku ári vatnsins.