Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur síðan í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum rekið svifryksmæla á öskufokssvæðum á suðurlandi. Bilanatíðni hefur verið há því askan hefur farið illa með mælitækin. Þannig bilaði t.d. svifryksmælirinn á Maríubakka í Fljóstshverfi seint í sumar og þurfti að senda hann til framleiðanda tækisins í Þýskalandi til viðgerðar og endurbóta. Mánudaginn 5. nóvember var hann aftur settur upp á Maríubakka en sama dag var svifryksmælirinn á Raufarfelli undir Eyjafjöllum tekin niður vegna bilunar sem kom upp í óveðrinu í síðustu viku. Mælirinn verður settur aftur upp á Raufarfelli um leið og viðgerð líkur.

Niðurstöður frá mælinum á Maríubakka sem og öðrum loftgæðamælum Umhverfisstofnunar má sjá á vefsíðunum loftgæði.is og kort.vista.is.