Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur heimild til að veita undanþágur frá lögum fyrir þá sem hyggjast nálgast hreiður friðaðra fuglategunda, t.d. vegna ljósmyndunar og rannsókna, og hefur stofnunin sett sér verklags- og vinnureglur þar um. Með tilkomu verklags- og vinnureglnanna urðu þær breytingar að umsækjendur um undanþágur skulu fylla út eyðublað.

Umsóknarfrestur um undanþágur fyrir sumarið 2013 er til 31. mars 2013.