Stök frétt

Höfundur myndar: Alexander Hafemann

Hreint loft - betri heilsa, er yfirskrift málþings um loftgæði og lýðheilsu sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið bjóða til miðvikudaginn 24. apríl, í tengslum við dag umhverfisins. Á málþinginu verður fjallað um áhrif loftgæða á heilsufar, loftgæði innandyra sem utan og hvað er til úrbóta. Í lok málþingsins verður pallborð þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum fundargesta. Málþingið verður haldið á Nauthóli í Öskjuhlíð milli kl. 10 og 12 og er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir.