Stök frétt

Árið 2010 unnu Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga að verkefninu Samræming efnavörueftirlits - gerð handbókar og vefgáttar fyrir gagnaskil. Afurð verkefnisins var handbók um efnavörueftirlit og vefgátt fyrir gagnaskil. Heilbrigðisfulltrúar á öllu landinu skrá upplýsingar um niðurstöður efnavörueftirlits í vefgáttina og þannig verður til gagnabanki um eftirlit með efnavörum á Íslandi. Vefgáttin er einnig lokaður samskiptavettvangur fyrir eftirlitsaðila. Gagnabankinn nýtist síðan Umhverfisstofnun við að taka saman upplýsingar um eftirlit með efnavörum á Íslandi. Nýlega var birt skýrsla um eftirlit með merkingum efnavara fyrir árið 2012.