Stök frétt

Eins og tilkynnt var í nóvember vinnur Framkvæmdastjórn ESB nú að því að semja um fyrirhugaðar breytingar á tilskipun 2003/87/EB í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir fyrir flug. Tillöguna sjálfa, ásamt algengum spurningum má finna á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar.

Umhverfisstofnun vill ítreka að tillagan er sem stendur að fara í gegnum lagasetningarferli innan ESB, og er þar til umræðu hjá Evrópuþinginu og ráðinu. Framkvæmdastjórnin vonast til að tillagan verði samþykkt í mars 2014 og þegar hún hefur verið samþykkt, þá hafa aðildarríkin þrjá mánuði til að innleiða hana í sín landslög. Frestir og nýjar reglugerðir eru ekki lagalega bindandi fyrr en við gildistöku þeirra. Í tengslum við umfjöllunina geta frekari breytingar komið fram, og í millitíðinni gilda núverandi íslensk lög

Þetta á einkum við undanþágu frá viðskiptum með losunarheimildir fyrir flugrekendur þar sem starfsemi losar minna en 1000 tonn af CO2 á ári samkvæmt 1.viðauka núverandi tilskipunar og frestun á skýrsluskilum fyrir árið 2013 til ársins 2015. Verði engin endanleg reglugerð tilbúin í mars 2014, mun upphaflegt gildissvið í samræmi við 1. viðauka núverandi tilskipunar vera í gildi. Það þýðir að hver flugrekandi sem á flugfar þar sem að flugtak eða lending á sér stað innan ESB eða EES ríkis verður að tilkynna losun sína til lögbærs aðildarríkis. 

Tímabundin stöðvun á skyldum tengdum flugi til og frá þriðju löndum ("Stop the Clock") var eingöngu ætluð fyrir reikningsárið 2012. Það er því ekki líklegt að þeirri stöðvun verði beitt lengur og því ætti skýrsla fyrir 2013 að vera fyrir fullt gildissvið (e. full scope)

Umhverfisstofnun mælir með því að flugrekendur haldi áfram að fylgjast með öllum útblæstri í samræmi við gildandi reglur samkvæmt 1. viðauka núverandi tilskipunar og í samræmi við viðurkennda vöktunaráætlun. Vinsamlegast athugið að skilafrestur fyrir vottaða losunarskýrslu er 31. mars 2014 og uppgjöri losunarheimilda skal vera lokið fyrir 30. apríl 2014. Skýrslum sem skilað er til Umhverfisstofnunar skulu vera á Excel sniðmáti frá Framkvæmdastjórninni.